Styrkvegir 2015

Málsnúmer 201503087

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 26. fundur - 10.06.2015

Fyrir liggur svar dags.03.06.2015 við umsókn dags.10.04.2015 um úthlutun úr styrkvegasjóði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að forgangsraða verkefnum og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28. fundur - 29.07.2015

Til umræðu er styrkvegaframkvæmdir 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að setja 500.000,-kr. í veginn frá Hellisá út í Fagradal.
Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að gera áætlun um kostnað við endurbætur á þeim vegum sem mögulegt er að fara í endurbætur á og taldir eru upp í verkefnaskrá 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 305. fundur - 10.08.2015

Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.