Lögð fram ályktun frá aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands 11. apríl 2015 varðandi það að sveitarfélögin á starfssvæði BsA. styrki garnaveikibólusetningar árlega þar sem bólusetja þarf. Jafnframt fer stjórn BsA þess á leit við sveitarstjórnarmenn að þeir hlutist til um að styrkja þá bændur sem sannarlega hafa orðið fyrir tjóni af völdum garnaveiki.
Varðandi garnaveikibólusetningu felur bæjarráð bæjarstjóra að láta taka saman upplýsingar um umfang átaksins og kanna með hvaða hætti þátttaka sveitarfélagsins var í svipuðu bólusetningarátaki sem gert var í Jökulsárhlíð fyrir nokkrum árum.
Að öðru leyti sér bæjarráð sér ekki fært að leggja til sérstakan stuðning við þá sem orðið hafa fyrir tjóni vegna garnaveiki.
Erindinu var til umræðu á síðasta bæjarráðsfundi. Fyrir liggja nú frekari upplýsingar um hvernig staðið var að stuðningi við bólusetningu við garnaveiki árið 2009, þegar veikin kom upp í Jökulsárhlíð. Einnig voru tiltækar upplýsingar um lyfjakostnað og áætlaðan fjárfjölda sem bólusetja þarf á því fjárvarnarsvæði sem garnaveikin hefur nú komið upp á.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar og fela starfsmanni nefndarinnar að útfæra sambærilega styrkveitingu og veitt var 2009, þeim bændum sem bólusettu vegna garnaveiki, þó með fyrirvara um það fjármagn sem til ráðstöfunar er undir málaflokknum landbúnaðarmál.
Lögð fram ályktun frá aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands 11. apríl 2015 varðandi það að sveitarfélögin á starfssvæði BsA. styrki garnaveikibólusetningar árlega þar sem bólusetja þarf. Jafnframt fer stjórn BsA þess á leit við sveitarstjórnarmenn að þeir hlutist til um að styrkja þá bændur sem sannarlega hafa orðið fyrir tjóni af völdum garnaveiki.
Varðandi garnaveikibólusetninguna er vísað til afgreiðslu undir lið 2.8 í þessari fundargerð.
Að öðru leyti sér bæjarstjórn sér ekki fært að leggja til sérstakan stuðning við þá sem orðið hafa fyrir tjóni vegna garnaveiki.
Erindi dagsett 02.06.2015 þar sem stjórn Búnaðarsambands Austurlands fer þess á leit að sveitarstjórn hlutist til um að styrkja garnaveikibólusetningar hjá þeim bændum sem sannarlega hafa orðið fyrir tjóni af völdum garnaveki.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að sveitarfélagið greiði allt að kr. 268,- pr. skamt fyrir garnaveikibóluefni fyrir veturgamalt og tveggjavetra fé í Héraðshólfi, sem bólusett var síðastliðið haust. Kostnaðurinn færist af lið 13.29 önnur landbúnaðarmál.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið greiði allt að kr. 268,- pr. skammt fyrir garnaveikibóluefni fyrir veturgamalt og tveggja vetra fé í Héraðshólfi, sem bólusett var síðastliðið haust. Kostnaðurinn færist af lið 13.29 önnur landbúnaðarmál.
Jafnframt fer stjórn BsA þess á leit við sveitarstjórnarmenn að þeir hlutist til um að styrkja þá bændur sem sannarlega hafa orðið fyrir tjóni af völdum garnaveiki.
Varðandi garnaveikibólusetningu felur bæjarráð bæjarstjóra að láta taka saman upplýsingar um umfang átaksins og kanna með hvaða hætti þátttaka sveitarfélagsins var í svipuðu bólusetningarátaki sem gert var í Jökulsárhlíð fyrir nokkrum árum.
Að öðru leyti sér bæjarráð sér ekki fært að leggja til sérstakan stuðning við þá sem orðið hafa fyrir tjóni vegna garnaveiki.