Lagt fram bréf frá Juralis, lögmanns- og ráðgjafarstofu, dags. 10. júní 2015, varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu að Eyvindará 2.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til meðferðar. Varðandi ábendingar um veg og brú niður að Eyvindarárbæjum, er umhverfis- og framkvæmdanefnd falið að koma þeim athugasemdum á framfæri við Vegagerðina.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til meðferðar. Varðandi ábendingar um veg og brú niður að Eyvindarárbæjum, er umhverfis- og framkvæmdanefnd falið að koma þeim athugasemdum á framfæri við Vegagerðina.
Erindi dagsett 10.06.2015 þar sem Sveinn Guðmundsson hrl. f.h. ábúenda að Eyvindará 1, Eyvindará IV, lóðar nr. 7 (austan við lóð Eyvindarár II), og eigandi lóðar sem er hluti úr lóð Eyvindarár IV, gerir athugasemd við uppbyggingu á lóðinni Eyvindará II.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að óskað verði eftir fundi með málsaðilum. Nefndin felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum bréfritara um ástand heimreiðar og brúar til Vegagerðarinnar til upplýsingar.
Erindi dagsett 10.06. 2015 þar sem Sveinn Guðmundsson hrl. f.h. ábúenda að Eyvindará 1, Eyvindará IV, lóðar nr. 7 (austan við lóð Eyvindarár II), og eigandi lóðar sem er hluti úr lóð Eyvindarár IV, gerir athugasemd við uppbyggingu á lóðinni Eyvindará II.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að óskað verði eftir fundi með málsaðilum.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að koma athugasemdum bréfritara um ástand heimreiðar og brúar til Vegagerðarinnar til upplýsinga og úrbóta.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til meðferðar. Varðandi ábendingar um veg og brú niður að Eyvindarárbæjum, er umhverfis- og framkvæmdanefnd falið að koma þeim athugasemdum á framfæri við Vegagerðina.