Eyvindará og uppbygging ferðaþjónustu

Málsnúmer 201506103

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 299. fundur - 15.06.2015

Lagt fram bréf frá Juralis, lögmanns- og ráðgjafarstofu, dags. 10. júní 2015, varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu að Eyvindará 2.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til meðferðar. Varðandi ábendingar um veg og brú niður að Eyvindarárbæjum, er umhverfis- og framkvæmdanefnd falið að koma þeim athugasemdum á framfæri við Vegagerðina.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 16.06.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til meðferðar.
Varðandi ábendingar um veg og brú niður að Eyvindarárbæjum, er umhverfis- og framkvæmdanefnd falið að koma þeim athugasemdum á framfæri við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27. fundur - 24.06.2015

Erindi dagsett 10.06.2015 þar sem Sveinn Guðmundsson hrl. f.h. ábúenda að Eyvindará 1, Eyvindará IV, lóðar nr. 7 (austan við lóð Eyvindarár II), og eigandi lóðar sem er hluti úr lóð Eyvindarár IV, gerir athugasemd við uppbyggingu á lóðinni Eyvindará II.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að óskað verði eftir fundi með málsaðilum.
Nefndin felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum bréfritara um ástand heimreiðar og brúar til Vegagerðarinnar til upplýsingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Erindi dagsett 10.06. 2015 þar sem Sveinn Guðmundsson hrl. f.h. ábúenda að Eyvindará 1, Eyvindará IV, lóðar nr. 7 (austan við lóð Eyvindarár II), og eigandi lóðar sem er hluti úr lóð Eyvindarár IV, gerir athugasemd við uppbyggingu á lóðinni Eyvindará II.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að óskað verði eftir fundi með málsaðilum.

Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að koma athugasemdum bréfritara um ástand heimreiðar og brúar til Vegagerðarinnar til upplýsinga og úrbóta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.