Búningsklefar í íþróttamiðstöð-skortur á aðstöðu

Málsnúmer 201506061

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 09.06.2015

Fræðslunefnd tekur undir ábendingar um að ákjósanlegt væri að rýmri aðstaða væri í búningsklefum í íþróttahúsi en bendir á að í ljósi þess er mjög mikilvægt að haga skipulagi á nýtingu hússins þannig að aðstaðan nýtist eins vel og mögulegt er. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 16.06.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd um að ákjósanlegt væri að rýmri aðstaða væri í búningsklefum í íþróttamiðstöðinni, en bendir á að í ljósi þess er mjög mikilvægt að haga skipulagi á nýtingu hússins þannig að aðstaðan nýtist eins vel og mögulegt er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.