Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

218. fundur 09. júní 2015 kl. 17:00 - 19:35 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Viðar Örn Hafsteinsson varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Drífa Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla mætti á fundinn undir liðum 1-4. Áheyrnarfulltrúi leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir mætti á fundinn undir liðum 5-6. Skólastjórnendur, Daníel Arason (á Skype), Jón Arngrímsson, Drífa Sigurðardóttir, Guðmunda Vala Jónasdóttir og Sigríður Herdís Pálsdóttir mættu undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra stofnun sérstaklega.

1.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505039

Lögð fram tillaga að frumfjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Egilsstöðum fyrir árið 2016. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs sem hluta heildaráætlunar fræðslusviðs.

2.Tónlistarskóli Norður-Héraðs - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505041

Lögð fram tillaga að frumfjárhagsáætlun Tónlistarskóla Norður-Héraðs fyrir árið 2016. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs sem hluta heildaráætlunar fræðslusviðs.

3.Starfsáætlun Tónlistarskólans í Fellabæ 2015

Málsnúmer 201506065

Lagt fram til kynningar

4.Tónlistarskólinn í Fellabæ - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505040

Lögð fram tillaga að frumfjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Fellabæ fyrir árið 2016. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs sem hluta heildaráætlunar fræðslusviðs.

5.Hádegishöfði - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505038

Lögð fram tillaga að frumfjárhagsáætlun leikskólans Hádegishöfða fyrir árið 2016. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs sem hluta heildaráætlunar fræðslusviðs.

6.Tjarnarskógur - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505037

Lögð fram tillaga að frumfjárhagsáætlun leikskólans Tjarnaskógar fyrir árið 2016. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs sem hluta heildaráætlunar fræðslusviðs.

7.Fellaskóli - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505035

Lögð fram tillaga að frumfjárhagsáætlun Fellaskóla fyrir árið 2016. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs sem hluta heildaráætlunar fræðslusviðs.

8.Brúarásskóli - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505036

Lögð fram tillaga að frumfjárhagsáætlun Brúarásskóla fyrir árið 2016. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs sem hluta heildaráætlunar fræðslusviðs.

9.Egilsstaðaskóli - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505034

Lögð fram tillaga að frumfjárhagsáætlun Egilsstaðaskóla fyrir árið 2016. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Áætluninni vísað til bæjarráðs sem hluta heildaráætlunar fræðslusviðs.

10.Búningsklefar í íþróttamiðstöð-skortur á aðstöðu

Málsnúmer 201506061

Fræðslunefnd tekur undir ábendingar um að ákjósanlegt væri að rýmri aðstaða væri í búningsklefum í íþróttahúsi en bendir á að í ljósi þess er mjög mikilvægt að haga skipulagi á nýtingu hússins þannig að aðstaðan nýtist eins vel og mögulegt er. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Frumfjárhagsáætlun fræðslusviðs 2016

Málsnúmer 201506060

Lögð fram tillaga fræðslunefndar að frumfjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2016. Fræðslunefnd leggur áherslu á að um er að ræða nauma frumáætlun, nákvæmari áætlun verður unnin þegar forsendur skólastarfs liggja skýrar fyrir í haust. Fræðslunefnd leggur áherslu á að sú hagræðing sem hlýst af lokun Hallormsstaðaskóla skili sér að hluta til fræðslumála þegar endanleg fjárhagsáætlun verður samþykkt í haust en sú er ekki raunin í þeirri áætlun sem nú er lögð fram. Bent er á að launaliðir grunnskóla hafa verið skertir miðað við reiknaða þörf skólastjórnenda enda gerir nefndin ráð fyrir að niðurstöður frágangs á vinnumati skili ákveðinni hagræðingur á þeim lið. Gangi það ekki þarf að taka tillit til þess við gerð endanlegrar áætlunar í haust. Tillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu og fjárhagsáætluninni vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

12.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:35.