Sumarlokun bæjarskrifstofu

Málsnúmer 201303025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 13.03.2013

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Bæjarskrifstofunum verði lokað í tvær vikur á sumarleyfistíma með svipuðum hætti og gert hefur verið síðustu tvö ár. Lokunartíminn verði frá og með 22. júlí og til og með 5. ágúst 2013. Símsvörun þessar tvær vikur verður þó með hefðbundnum hætti og reynt að bregðast við mjög aðkallandi erindum eftir föngum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 173. fundur - 20.03.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að Bæjarskrifstofunum verði lokað í tvær vikur á sumarleyfistíma með svipuðum hætti og gert hefur verið síðustu tvö ár. Lokunartíminn verði frá og með 22. júlí og til og með 5. ágúst 2013. Símsvörun þessar tvær vikur verður þó með hefðbundnum hætti og reynt að bregðast við mjög aðkallandi erindum eftir föngum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 289. fundur - 23.03.2015

Rætt um að lokun bæjarskrifstofu vegna sumarleyfa starfsmanna verði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Afgreiðslan verður formlega lokuð, en svarað í síma á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að leysa úr brýnum erindum.

Bæjarráð samþykkir að skrifstofunni verði lokað frá mánudeginum 27. júlí til og með föstudagsins 7. ágúst.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Í bæjarráði var rætt um að lokun bæjarskrifstofu vegna sumarleyfa starfsmanna 2015 verði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Afgreiðslan verður formlega lokuð, en svarað í síma á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að leysa úr brýnum erindum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að skrifstofunni verði lokað frá mánudeginum 27. júlí til og með föstudagsins 7. ágúst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 333. fundur - 14.03.2016

Bæjarstjóri kynnti tillögu um að á komandi sumri verði sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs á tímabilinu 18. til 29. júlí. Framkvæmdin verður með sama hætti og undanfarin ár, þannig að svarað verður í síma þessar tvær vikur á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að bregðast við brýnustu erindum.

Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 16.03.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að á komandi sumri verði sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs á tímabilinu 18. til 29. júlí. Framkvæmdin verður með sama hætti og undanfarin ár, þannig að svarað verður í síma þessar tvær vikur á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að bregðast við brýnustu erindum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.