Umsókn um styrk vegna Skógardagsins mikla 2016

Málsnúmer 201603019

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 32. fundur - 07.03.2016

Fyrir liggur bréf frá Félagi skógareigenda á Austurlandi, undirritað af Helga Bragasyni, með beiðni um stuðning sveitarfélagsins við Skógardaginn mikla árið 2016, sem þá verður haldinn í tólfta sinn.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0574.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 16.03.2016

Fyrir liggur bréf frá Félagi skógareigenda á Austurlandi, undirritað af Helga Bragasyni, með beiðni um stuðning sveitarfélagsins við Skógardaginn mikla árið 2016, sem þá verður haldinn í tólfta sinn.

Eftirfarandi tilaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0574.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.