31. fundur
22. febrúar 2016 kl. 17:00 - 19:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
Guðmundur Sveinsson Kröyerformaður
Ragnhildur Rós Indriðadóttiraðalmaður
Þórður Mar Þorsteinssonaðalmaður
Gunnar Þór Sigbjörnssonaðalmaður
Kristjana Jónsdóttiraðalmaður
Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði:Óðinn Gunnar Óðinssonatvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Fyrir fundinn fór nefndin í heimsókn á Hótel Eyvindará þar sem Sigurbjörg Flosadóttir og Ófeigur Pálsson kynntu starfsemi hótelsins sem byggst hefur hratt upp undanfarin ár.
Fyrir liggja drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs sem vinnuhópur atvinnu- og menningarnefndar hefur unnið að á undanförnum mánuðum og skilar nú af sér. Vinnuhópinn skipuðu þau Esther Kjartansdóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir (formaður), Sigríður Þráinsdóttir og Stefán Bogi Sveinsson auk Óðins Gunnars sem var starfsmaður hópsins.
Atvinnu- og menningarnefnd þakkar vinnuhópnum vel unnin störf og óskar eftir umsögnum við stefnudrögin fyrir 1. apríl 2016, frá eftirfarandi aðilum: Nefndum sveitarfélagsins, skólastofnunum, menningarstofnunum og félagsmiðstöðvum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
2.Umsókn um verkefnastyrk/Félag ljóðaunnenda á Austurlandi
Fyrir liggur styrkumsókn frá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi vegna útgáfu þriggja bóka. Umsókn þessi fórst fyrir við afgreiðslu menningarstyrkja á fundi nefndarinnar í janúar síðast liðinn.
Atvinnu- og menningarnefnd telur sér ekki fært að veita umbeðinn styrk að þessu sinni.
Fyrir liggja reglur um framkvæmd verkefnisins Ljóð á vegg. Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að ljóðin sem sett voru á veggi á síðasta ári fái að standa áfram fram á vorið 2017.
Nefndin óskar eftir að söfnin þrjú í Safnahúsinu, annars vegar og hins vegar leik- og grunnskólar sveitarfélagsins tilnefni fulltrúa sína í stjórn verkefnisins Ljóð á vegg.