Ljóð á vegg 2016

Málsnúmer 201602109

Atvinnu- og menningarnefnd - 31. fundur - 22.02.2016

Fyrir liggja reglur um framkvæmd verkefnisins Ljóð á vegg.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að ljóðin sem sett voru á veggi á síðasta ári fái að standa áfram fram á vorið 2017.

Nefndin óskar eftir að söfnin þrjú í Safnahúsinu, annars vegar og hins vegar leik- og grunnskólar sveitarfélagsins tilnefni fulltrúa sína í stjórn verkefnisins Ljóð á vegg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 233. fundur - 02.03.2016

Fyrir liggja reglur um framkvæmd verkefnisins Ljóð á vegg. Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að ljóðin sem sett voru á veggi á síðasta ári fái að standa áfram fram á vorið 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar óskar bæjarstjórn eftir að söfnin þrjú í Safnahúsinu, annars vegar og hins vegar leik- og grunnskólar sveitarfélagsins tilnefni fulltrúa sína í stjórn verkefnisins Ljóð á vegg. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að ljóðin sem sett voru á veggi á síðasta ári fái að standa áfram fram á vorið 2017.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 var á móti (SBS)