Fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201603061

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 33. fundur - 11.04.2016

Fyrir liggja tillögur um breytingar á samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshérað.

Forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs falið að vinna málið áfram og gera grein fyrir tillögum á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 34. fundur - 25.04.2016

Fyrir liggja drög að breytingum á samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að endurskoðuðum samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Fyrir liggja drög að breytingum á samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn drög að endurskoðuðum samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.