Atvinnu- og menningarnefnd

34. fundur 25. apríl 2016 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201603061

Fyrir liggja drög að breytingum á samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að endurskoðuðum samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Fyrir liggja umsagnir nefnda og stofnana við drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að menningarstefnu sveitarfélagsins en telur að torvelt geti reynst að framkvæma leið númer 20 í kafla tvö, um gjaldtöku fyrir listviðburði og sýningar á vegum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalfundur Barra 11. maí 2016

Málsnúmer 201604099

Fyrir liggur fundarboð vegna aðalfundar Gróðrastöðvarinnar Barra ehf, 11. maí 2016. Einnig ársreikningur Barra fyrir 2015.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að bæjarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Gróðrastöðvarinar Barra. Jafnframt eru nefndarfulltrúar hvattir til að mæta á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2016

Málsnúmer 201604108

Fyrir liggur fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf. 11. maí 2016.

Lagt fram til kynningar.

5.Leikhópurinn Grímur, styrkumsókn

Málsnúmer 201604130

Fyrir liggur styrkumsókn frá Leikhópnum Grímu, undirrituð af Sigurbjörgu Lovísu Árnadóttur, vegna uppsetningar á leiksýningu í sumar.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Málefni upplýsingamiðstöðva

Málsnúmer 201604113

Fyrir liggja gögn um verkefni um endurskoðun á upplýsingaveitu til ferðamanna, sem unnið er að á vegum Ferðamálastofu.

Lagt fram til umræðu og kynningar.

7.Reglur um farandsölu

Málsnúmer 201604063

Fyrir liggur fyrirspurn um reglur um farandsölu.

Málið er í vinnslu.

8.Staða atvinnumála og ýmis verkefni

Málsnúmer 201112020

Til umræðu og í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 19:00.