Fyrir liggja umsagnir nefnda og stofnana við drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að menningarstefnu sveitarfélagsins en telur að torvelt geti reynst að framkvæma leið númer 20 í kafla tvö, um gjaldtöku fyrir listviðburði og sýningar á vegum sveitarfélagsins.
Fyrir liggur fundarboð vegna aðalfundar Gróðrastöðvarinnar Barra ehf, 11. maí 2016. Einnig ársreikningur Barra fyrir 2015.
Atvinnu og menningarnefnd leggur til að bæjarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Gróðrastöðvarinar Barra. Jafnframt eru nefndarfulltrúar hvattir til að mæta á fundinn.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að endurskoðuðum samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.