Aðalfundur Barra 11. maí 2016

Málsnúmer 201604099

Atvinnu- og menningarnefnd - 34. fundur - 25.04.2016

Fyrir liggur fundarboð vegna aðalfundar Gróðrastöðvarinnar Barra ehf, 11. maí 2016. Einnig ársreikningur Barra fyrir 2015.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að bæjarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Gróðrastöðvarinar Barra. Jafnframt eru nefndarfulltrúar hvattir til að mæta á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Fyrir liggur fundarboð vegna aðalfundar Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf, 11. maí 2016. Einnig ársreikningur Barra fyrir 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að bæjarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Gróðrarstöðvarinnar Barra. Jafnframt eru nefndarfulltrúar hvattir til að mæta á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 36. fundur - 23.05.2016

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Gróðrastöðvarinnar Barra ehf frá 11. maí 2016.

Lagt fram til kynningar.