Málefni upplýsingamiðstöðva

Málsnúmer 201604113

Atvinnu- og menningarnefnd - 34. fundur - 25.04.2016

Fyrir liggja gögn um verkefni um endurskoðun á upplýsingaveitu til ferðamanna, sem unnið er að á vegum Ferðamálastofu.

Lagt fram til umræðu og kynningar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 84. fundur - 11.03.2019

Fyrir liggur tölvupóstur frá Jónínu Brynjólfsdóttur, Austurbrú, þar sem fram koma upplýsingar um áform Ferðamálastofu varðandi fjármögnun til upplýsingamiðstöðva.


Atvinnu- og menningarnefnd telur brýnt að ríkið leggi fjármagn til þess að hægt sé að veita ferðamönnum upplýsingar um land allt í upplýsingamiðstöðvum, m.a. með öryggissjónarmið í huga. Nefndin vekur jafnframt athygli á því að sveitarfélagið rekur upplýsingamiðstöð, Egilsstaðastofu, og mun halda þeim rekstri áfram að óbreyttu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.