Meðfylgjandi er stutt greinargerð um málið. Einnig gildandi reglur um farandsölu og lögreglusamþykkt sveitarfélagsins. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 23. maí 2016.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að reglur sveitarfélagsins um farandsölu, frá 2001, verði aflagðar. Jafnframt leggur nefndin til að í reglum sveitarfélagsins um notkun fasteigna Fljótsdalshéraðs, frá 2015, verði skerpt á því að fasteignir sveitarfélagsins verði ekki leigðar út til farandsala.
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að reglur sveitarfélagsins um farandsölu, frá 2001, verði aflagðar. Jafnframt að í reglum sveitarfélagsins um notkun fasteigna Fljótsdalshéraðs, frá 2015, verði skerpt á því að fasteignir sveitarfélagsins verði ekki leigðar út til farandsala.
Málið er í vinnslu.