Á fundi bæjarráðs 6. mars 2017 málinu vísað til atvinnumálanefndar/stjórnar atvinnumálasjóðs til umsagnar og fól jafnframt bæjarstjóra að kynna málið á næsta fundi nefndarinnar. Bæjarstjóri mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu Barra.
Atvinnu- og menningarnefnd tekur jákvætt í beiðni um hlutafjáraukningu Fljótsdalshéraðs í Gróðrastöðinni Barra ehf, á grundvelli fyrirliggjandi áætlana. Nefndin vekur athygli á því að ef til þess kemur þurfi að leggja til fjármuni í atvinnumálasjóð. Skilyrði fyrir hlutafjáraukningu sveitarfélagsins er að aðrir hluthafar leggi til aukið hlutafé.
Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 15. febrúar 2017, frá Þórarni Lárussyni þar sem óskað er eftir málafylgju við hugmyndir um þurrkun og vinnslu á hráefni úr landbúnaði, s.s.heyi, byggi, hálmi og skógvið í húsnæði Haustaks. Á fundinn undir þessum lið mætti Þórarinn Lárusson. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 20. febrúar 2017.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að starfsmaður nefndarinnar setji sig í samband við eigendur húsnæðisins og kanni grundvöll fyrir því að fyrirhuguð starfsemi geti orðið í húsnæðinu og á hvaða forsendum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
3.Styrkbeiðni vegna ráðstefnunnar Auður Austurlands