Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 15. febrúar 2017, frá Þórarni Lárussyni þar sem óskað er eftir málafylgju við hugmyndir um þurrkun og vinnslu á hráefni úr landbúnaði, s.s.heyi, byggi, hálmi og skógvið í húsnæði Haustaks.
Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að Þórarinn Lárusson mæti á næsta fund nefndarinnar og geri frekari grein fyrir hugmyndum sínum.
Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 15. febrúar 2017, frá Þórarni Lárussyni þar sem óskað er eftir málafylgju við hugmyndir um þurrkun og vinnslu á hráefni úr landbúnaði, s.s.heyi, byggi, hálmi og skógvið í húsnæði Haustaks. Á fundinn undir þessum lið mætti Þórarinn Lárusson. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 20. febrúar 2017.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að starfsmaður nefndarinnar setji sig í samband við eigendur húsnæðisins og kanni grundvöll fyrir því að fyrirhuguð starfsemi geti orðið í húsnæðinu og á hvaða forsendum.
Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að Þórarinn Lárusson mæti á næsta fund nefndarinnar og geri frekari grein fyrir hugmyndum sínum.
Samþykkt samhljóða meðan handauppréttingu.