Þurrkun og vinnsla á hráefni úr landbúnaði

Málsnúmer 201702105

Atvinnu- og menningarnefnd - 48. fundur - 20.02.2017

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 15. febrúar 2017, frá Þórarni Lárussyni þar sem óskað er eftir málafylgju við hugmyndir um þurrkun og vinnslu á hráefni úr landbúnaði, s.s.heyi, byggi, hálmi og skógvið í húsnæði Haustaks.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að Þórarinn Lárusson mæti á næsta fund nefndarinnar og geri frekari grein fyrir hugmyndum sínum.

Samþykkt samhljóða meðan handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 49. fundur - 06.03.2017

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 15. febrúar 2017, frá Þórarni Lárussyni þar sem óskað er eftir málafylgju við hugmyndir um þurrkun og vinnslu á hráefni úr landbúnaði, s.s.heyi, byggi, hálmi og skógvið í húsnæði Haustaks. Á fundinn undir þessum lið mætti Þórarinn Lárusson.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 20. febrúar 2017.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að starfsmaður nefndarinnar setji sig í samband við eigendur húsnæðisins og kanni grundvöll fyrir því að fyrirhuguð starfsemi geti orðið í húsnæðinu og á hvaða forsendum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.