Fyrir liggur styrkumsókn, dagsett 8. febrúar 2017, frá Nemendafélagið Menntaskólans á Egilsstöðum, vegna uppsetningar á leikritinu Ronja Ræningjadóttir.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0589.
Fyrir liggur frá Austurbrú tilboð og verkáætlun vegna innviðgreiningar fyrir Fljótsdalshérað.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að starfsmanni nefndarinnar verði falið að leita samninga við Austurbrú um gerð innviðagreiningar á grundvelli meðfylgjandi gagna, í samvinnu við stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Endanlegur samningur verði lagður fyrir nefndina.
Fyrir liggur atvinnustefna Fljótsdalshéraðs frá 2008.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að framboðin ræði fyrirkomulag og áherslur atvinnustefnu fyrir sveitarfélagið og málið verði tekið aftur á dagskrá nefndarinnar á seinni fundi aprílmánaðar.
Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 15. febrúar 2017, frá Þórarni Lárussyni þar sem óskað er eftir málafylgju við hugmyndir um þurrkun og vinnslu á hráefni úr landbúnaði, s.s.heyi, byggi, hálmi og skógvið í húsnæði Haustaks.
Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að Þórarinn Lárusson mæti á næsta fund nefndarinnar og geri frekari grein fyrir hugmyndum sínum.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0589.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.