Atvinnu- og menningarnefnd

48. fundur 20. febrúar 2017 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Davíð Þór Sigurðarson varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Umsókn um styrk vegna leiksýningar

Málsnúmer 201702044

Fyrir liggur styrkumsókn, dagsett 8. febrúar 2017, frá Nemendafélagið Menntaskólans á Egilsstöðum, vegna uppsetningar á leikritinu Ronja Ræningjadóttir.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Innviðagreining fyrir Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201610008

Fyrir liggur frá Austurbrú tilboð og verkáætlun vegna innviðgreiningar fyrir Fljótsdalshérað.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að starfsmanni nefndarinnar verði falið að leita samninga við Austurbrú um gerð innviðagreiningar á grundvelli meðfylgjandi gagna, í samvinnu við stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Endanlegur samningur verði lagður fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnustefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201702097

Fyrir liggur atvinnustefna Fljótsdalshéraðs frá 2008.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að framboðin ræði fyrirkomulag og áherslur atvinnustefnu fyrir sveitarfélagið og málið verði tekið aftur á dagskrá nefndarinnar á seinni fundi aprílmánaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Þurrkun og vinnsla á hráefni úr landbúnaði

Málsnúmer 201702105

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 15. febrúar 2017, frá Þórarni Lárussyni þar sem óskað er eftir málafylgju við hugmyndir um þurrkun og vinnslu á hráefni úr landbúnaði, s.s.heyi, byggi, hálmi og skógvið í húsnæði Haustaks.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að Þórarinn Lárusson mæti á næsta fund nefndarinnar og geri frekari grein fyrir hugmyndum sínum.

Samþykkt samhljóða meðan handauppréttingu.

Fundi slitið.