Lagðar fram tölur úr uppgjöri Barra, 2014 og 2015, ásamt útkomuspá og áætlun næstu ára. Jafnframt beiðni forsvarsmanna Barra um fund með fulltrúum sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir að setja heimsóknina á dagskrá á næsta bæjarráðsfundi, kl. 11:15.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til atvinnumálanefndar/stjórnar atvinnumálasjóðs til umsagnar og felur bæjarstjóra að kynna málið á næsta fundi nefndarinnar.
Á fundi bæjarráðs 6. mars 2017 málinu vísað til atvinnumálanefndar/stjórnar atvinnumálasjóðs til umsagnar og fól jafnframt bæjarstjóra að kynna málið á næsta fundi nefndarinnar. Bæjarstjóri mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu Barra.
Atvinnu- og menningarnefnd tekur jákvætt í beiðni um hlutafjáraukningu Fljótsdalshéraðs í Gróðrastöðinni Barra ehf, á grundvelli fyrirliggjandi áætlana. Nefndin vekur athygli á því að ef til þess kemur þurfi að leggja til fjármuni í atvinnumálasjóð. Skilyrði fyrir hlutafjáraukningu sveitarfélagsins er að aðrir hluthafar leggi til aukið hlutafé.
Tekið fyrir erindi Barra ehf. þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið leggi fram aukið hlutafé í fyrirtækið. Erindið hefur fengið jákvæða afgreiðslu í atvinnu- og menningarnefnd, en nefndin bendir þó á að atvinnumálasjóður hefur ekki fjármagn í fjárhagsáætlun ársins til að leggja fram aukið hlutafé.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til afgreiðslu. Bæjarráð óskar eftir því við atvinnu- og menningarnefnd að nefndin ráðstafi fjármagni Atvinnumálasjóðs til hlutafjáraukningar í Barra ehf. að því gefnu að félaginu takist að tryggja amk jafnmikið fjármagn frá öðrum aðilum og að jafnframt hafi tekist að fjármagna fyrirhuguð verkefni Atvinnumálasjóðs með öðrum hætti.
Málið var áður á dagskrá atvinnu og menningarnefndar 6. mars 2017.
Á fundi bæjarráðs 13. mars 2017 var samþykkt að vísa erindinu aftur til afgreiðslu nefndarinnar. Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að nefndin ráðstafi fjármagni Atvinnumálasjóðs til hlutafjáraukningar í Barra ehf. að því gefnu að félaginu takist að tryggja a.m.k. jafnmikið fjármagn frá öðrum aðilum og að jafnframt hafi tekist að fjármagna fyrirhuguð verkefni Atvinnumálasjóðs með öðrum hætti.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að hlutur Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs í Gróðrastöðinni Barra ehf verði aukinn um allt að kr. 2.000.000, að því gefnu að félaginu takist að tryggja a.m.k. jafnmikið fjármagn frá öðrum aðilum. Nefndin beinir því til bæjarráðs að tryggja með öðrum hætti fjármögnun þeirra verkefna sem áður höfðu verið ákveðin á vegum Atvinnumálasjóðs.
Fyrir liggur bréf frá Gróðrastöðinni Barra ehf, dagsett 28. ágúst 2017, þar sem m.a. kemur fram að Barri hafi náð samkomulagi um áframhaldandi leigu á því húsnæði sem félagið er að nota í dag.
Jafnframt beiðni forsvarsmanna Barra um fund með fulltrúum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að setja heimsóknina á dagskrá á næsta bæjarráðsfundi, kl. 11:15.