Atvinnu- og menningarnefnd

55. fundur 11. september 2017 kl. 17:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Umsókn um verkefnastyrk til menningar- og listastarfsemi/Héraðsskjalasafns Austfirðinga

Málsnúmer 201612077

Fyrir liggur greinargerð frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga og Minjasafni Austurlands vegna sýningarinnar Þorpið á Ásnum, sýning í tilefni af 70 ára afmæli þéttbýlis á Egilsstöðum, sem söfnin stóðu að í sumar með stuðningi Fljótsdalshéraðs. Óskað er eftir viðbótarframlagi vegna ófyrirséðs kostnaðar við verkefnið.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 0583.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2018

Málsnúmer 201704015

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2018. Jafnframt liggja fyrir drög að áætlunum frá forstöðumönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.

Málið í vinnslu og verður tekið fyrir á næsta fundi.

3.Málþing: Í fótspor Jóns lærða á Úthéraði, náttúra, saga, menning og tækifæri allt í kring

Málsnúmer 201709030

Fyrir liggja drög að dagskrá málþingsins Í fótspor Jóns lærða á Úthéraði, sem fyrirhugað er að halda í nóvember á þessu ári. Málþingið er hluti af verkefni samráðshóps sem falið var að kanna möguleika á uppbyggingu á Hjaltastað og Hjaltalundi með Úthéraðið sem útgangspunkt.

Lagt fram til kynningar.

4.100 ára fullveldisafmæli Íslands 2018

Málsnúmer 201709005

Fyrir liggur tölvupóstur frá Signýju Ormsdóttur hjá Austurbrú þar sem vakin er athygli fullveldisafmæli Íslands á næsta ári. Einnig liggja fyrir gögn frá nefnd sem Alþingi skipaði til að annast undirbúning og framkvæmd afmælishátíðar.

Atvinnu- og menningarnefnd hvetur stofnanir sveitarfélagsins til að leita leiða til að minnast aldarafmælis fullveldis Íslands á næsta ári. Nefndin vekur athygli á því að í lok þessa árs verða á vegum sveitarfélagsins auglýstir menningarstyrkir til umsóknar sem gætu nýst í slík verkefni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Breyttur opnunartími Egilsstaðastofu

Málsnúmer 201709031

Fyrir liggja tölvupóstar frá Heiði Vigfúsdóttur hjá Austurför, dagsettir 5. og 11. september 2017, þar sem óskað er eftir breytingu á opnunartíma Egilsstaðastofu í september og utan háannnatíma.

Atvinnu- og menningarnefnd gerir ekki athugasemdir við breyttan opnunartíma Egilsstaðastofu í vetur enda rúmist það innan samnings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Gróðrarstöðin Barri ehf.

Málsnúmer 201702096

Fyrir liggur bréf frá Gróðrastöðinni Barra ehf, dagsett 28. ágúst 2017, þar sem m.a. kemur fram að Barri hafi náð samkomulagi um áframhaldandi leigu á því húsnæði sem félagið er að nota í dag.

Lagt fram til kynningar.

7.Skráning verslunar- og þjónustusögu á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201706079

Fyrir liggur tölvupóstur frá Jósef L. Marínóssyni, dagsettur 15. júní 2017, þar sem reifaðar eru hugmyndir um að skráð verði verslunar- og þjónustusaga Egilsstaða, þar sem nú eru um 70 ár síðan Egilsstaðabær tók að myndast.

Málið í vinnslu.

8.Ársreikningur Félagsheimilisins Hjaltalundar 2016

Málsnúmer 201707052

Fyrir liggur frá Guðmundi Karli Sigurðssyni ársreikningur Félagsheimilisins Hjaltalundar fyrir 2016.

Lagt fram til kynningar.

9.Ársskýrsla Bókasafns Héraðsbúa fyrir 2016

Málsnúmer 201709032

Fyrir liggur frá forstöðumanni Ársskýrsla Bókasafns Héraðsbúa fyrir árið 2016.

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir Héraðsskjalasafn Austfirðinga 2017

Málsnúmer 201706119

Fyrir liggja til kynningar fundargerðir stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 20. maí og 19. júní 2017.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands 5. september 2017

Málsnúmer 201709033

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 5. september 2017.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.