Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

243. fundur 23. október 2013 kl. 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Kindur í Kverkfjöllum

Málsnúmer 201310054

Lagt fram erindi, dags. 14. október 2013 frá Sigvalda H. Ragnarssyni fjallskilastjóra Jökuldals norðan Jökulsár, varðandi fjallskil í óbyggðum utan upprekstarsvæða. Um er að ræða kindur sam sáust í Krepputungu.
Fram kom hjá bæjarstjóra að björgunarsveitarmenn á Jökuldal fóru og sóttu umræddar kindur og hefur þeim nú verið komið til byggða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð telur sveitarfélaginu skilt að bera kostnað af leitinni sbr. 55. gr. laga nr. 6/1986. Kostnaður verði tekinn af lið 13-21. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að semja um greiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Göngu/hjólreiðastígur í Fellabæ

Málsnúmer 201310088

Erindið varðar fyrirhugaða endurnýjun á stofnlögn HEF frá Smiðjuseli að Lagarbraut í Fellabæ, sem áætlað er að vinna á næsta ári. Í því sambandi óskar HEF eftir samstarfi við Fljótsdalshérað um gerð hjólreiða- og göngustígs, sem þá yrði lagður samhliða stofnlögninni, líkt og gert var nú í haust þegar stofnlögn frá Norðurlandsvegi og upp brekkuna vestan Menntaskólans var endurnýjuð.

Málið er þegar komið í vinnslu hjá skipulags- og mannvirkjanefnd og verður afgreitt þar.

3.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Síðasti viðtalstími bæjarfulltrúa var 10. október sl.
2 erindi bárust.

Einnig lögð fram þau erindi sem móttekin voru 15. október sl. en þá var bæjarstjórnarbekkurinn settur upp í verslun Nettó á Egilsstöðum.

Bæjarstjóra falið að koma erindunum á framfæri við viðkomandi nefndir og starfsmenn.

4.Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda

Málsnúmer 201310077

Lagt fram erindi frá Héraðs- og Austurlandsskógum, dagsett 18. október 2013 með ábendingu til sveitarstjórnar Fljótsdalshéraðs um að hún skuli ákvarða hvort skógrækt innan sveitarfélagsins þurfi framkvæmdaleyfi.

Bæjarstjórn kallar eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og héraðsnefndar um málið.

5.Þingsályktunartillaga um aðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi

Málsnúmer 201309090

Lagður fram tölvupóstur frá Kristjönu Benediktsdóttur skjalaverði hjá nefndarsviði Alþingis, dags. 18. október 2013 með beiðni um umsögn við þingsályktunartillögu um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi.
Umsögninni ber að skila fyrir 31. október.

Bæjarráð mun ekki veita sérstaka umsögn um málið á þessu stigi.

6.EBÍ Ágóðahlutur 2013

Málsnúmer 201309063

Lagður fram tölvupóstur, dags. 16. október 2013, frá Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra EBÍ, með upplýsingum um greiðslu ágóðahluta til aðildarsveitarfélaga Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslandsbanka. Fram kemur að á þessu ári er heildarfjárhæð sem greidd verður til aðildarsveitarfélaga EBÍ 150 milljónir króna. Þar af er hlutur Fljótsdalshéraðs 3.325.500 kr.

7.Langbylgjumastur á Eiðum

Málsnúmer 201310063

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 9. október 2013, frá Eyjólfi Valdimarssyni, forstöðumanni tæknisviðs RÚV, með upplýsing um stöðu mála vegna langbylgjumasturs á Eiðum. Sveitarfélagið og nágrannar mastursins hafa frá því viðvörunarljósabúnaður var fyrst settur upp í því, kvartað mjög undan honum.

Í bréfinu kemur fram að RÚV, í samráði við ISAVIA eru að leyta nýrra lausna, þar sem þeir telja nú að núverandi ljós hafi reynst of óáreiðanleg við íslenskt veðurfar.

Til skoðunar er hvaða breytingar á ljósum geti best nálgast eftirfarandi markmið.

1. Áreiðanleg ljós við íslenskt veðurfar.
2. Ónáði nágranna ekki.
3. Flugöryggi ekki fórnað.

Bæjarráð gerir þá kröfu sem fyrr, að viðkomandi búnaður verð lagaður án tafar, eða honum skipt út, enda ástand hans búið að vera óásættanlegt um áraraðir.
Jafnframt ítrekar bæjarráð beiðni um að útvarpsstjóri komi til fundar við bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði til að ræða ýmis málefni er varða þjónustu Ríkisútvarpsins á svæðinu.

8.Samþykkt um alifuglahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104

Í vinnslu.

9.Samgöngusamningur

Málsnúmer 201310057

Lagt fram bréf frá Landssamtökum hjólreiðamanna þar sem þeir kynna samgöngusamning milli vinnuveitenda og starfsmanna.

Lagt fram til kynningar.

10.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur fjármálaleg atriði.

Höfnun forkaupsréttar.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins á íbúðarhúsinu að Koltröð 21, en kvöð þess efnis var þinglýst á húsið. Bæjarstjóra falið að undirrita gögn þar að lútandi.

Lántökuheimild vegna byggingar hjúkrunarheimilis.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
"Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs, samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 1.500.000.000 kr. , í samræmi við drög að skilmálum lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum og með þeim minniháttar breytingum sem samið hefur verið um milli aðila. Endanlegur samningur mun liggja fyrir fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Lánið mun koma til útgreiðslu í fjórum greiðslum á árunum 2013 og 2014. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna hjúkrunarheimili á Egilsstöðum, sem eru lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Birni Ingimarssyni, kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Rædd málefni Upplýsingamiðstöðvar. Bæjarstjóra falið að ræða þessi mál frekar við framkvæmdastjóra Austurbrúar.

11.Skólaakstur - skipulag o.fl.

Málsnúmer 201211104

Málinu var vísað til þessa fundar frá síðasta bæjarráðsfundi.
Lögð fram samantekt frá Frey Ævarssyni varðandi nýtingu á almenningssamgöngum.
Fram kom að farþegum hefur fjölgað nokkuð síðustu mánuði, miðað við sömu mánuði 2012.

Málefni almenningssamgangna verða tekið upp á næstu fundum bæjarráðs.

12.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Gögn sem von var á bárust ekki inn á fundinn og málinu því frestað.

13.Fundargerð Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra 7.október 2013

Málsnúmer 201310016

Lögð fram fjárhagsáætlun Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðara á Egilsstöðum fyrir árið 2014, þar sem gert er ráð fyrir breyttum rekstrartölum, vegna mögulegra kaupa á íbúðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir áætlunina eins og hún liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

14.Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064

Bæjarráð samþykkir að vísa ályktunum aðalfundar SSA frá 13. og 14. október sl. til viðkomandi nefnda sveitarfélagsins til kynningar og umfjöllunar.

15.Fundur byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 16.okt.2013

Málsnúmer 201310061

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð 157. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201310032

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Samþykkt að fresta liðnum til næsta fundar bæjarráðs.

18.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálstjóri lagði fram drög að samantekinni fjárhagsáætlun 2014. Nú hafa allar nefndir og forstöðumenn skilað sínum áætlunum, sem taka áttu mið af rammaáætluninni sem gefin var út sl. sumar. Sú rammaáætlun m.a. byggði á frumáætlun deilda sem nefndirnar skiluðu inn sl. vor.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að lokinni yfirferð yfir áætlunina og nokkrar minniháttar breytingar á fyrirliggjandi tillögu, samþykkti bæjarráð að vísa fjárhagsáætlun 2014, til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.