Fundargerð Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra 7.október 2013

Málsnúmer 201310016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 09.10.2013

Björn og Guðlaugur sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð óskar eftir því að fá fyrir næsta bjarráðsfund fjárhagsáætlun frá DHA sem tekur mið af þeim fjárfestingum sem eru til skoðunar, sbr. fundargerð frá 7. október sl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 23.10.2013

Lögð fram fjárhagsáætlun Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðara á Egilsstöðum fyrir árið 2014, þar sem gert er ráð fyrir breyttum rekstrartölum, vegna mögulegra kaupa á íbúðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir áætlunina eins og hún liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 186. fundur - 06.11.2013

Fjárhagsáætlun Dvalar- og hjúkrunarheimilisins staðfest, en fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.