Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

242. fundur 09. október 2013 kl. 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Anna Alexandersdóttir
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Björn Ingimarsson bæjarstjóri, sem var staddur í Reykjavík var í símasambandi við fundinn undir liðunum 1, 2, 3, 7, og 13.

1.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur atriði sem tengjast fjármálum og rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarráð óskar eftir því að fá frá forstöðumönnum þeirra þriggja stofnanna þar sem frávik frá launum er mest, skýringar á þeirri þróun. Skýringarnar liggi fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Einnig fór Guðlaugur yfir drög að viðauka við fjárhagsáætlun 2013, sem hann hefur verið að vinna.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til næsta fundar bæjarráðs til afgreiðslu.

2.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti fyrstu drög að samandregnum áætlunum frá nefndum.

Málið áfram í vinnslu.

3.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Í vinnslu.

4.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 93

Málsnúmer 1309024

Fundargerðin staðfest.

4.1.Ferðamálaþing 2013

Málsnúmer 201309170

Lagt fram til kynningar.

4.2.Skapandi greinar á Héraði

Málsnúmer 201310017

Í vinnslu.

4.3.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022

Í vinnslu.

4.4.Meet the locals, þátttaka í verkefni

Málsnúmer 201309159

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 25. september 2013, frá Díönu Mjöll Sveinsdóttur, f.h. Tanna travel, með beiðni um áframhaldandi þátttöku í verkefninu Meet the locals.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu atvinnumálanefndar samþykkir bæjarráð að vera þátttakandi í verkefninu Meet the locals með 30.000 kr. framlagi,sem takist af lið 13.69 á árinu 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.5.Starfsáætlun atvinnumálanefndar fyrir 2014

Málsnúmer 201309073

Í vinnslu.

5.Fundargerð 156. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201309171

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.35. fundur Brunavarna á Austurlandi

Málsnúmer 201310001

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra 7.október 2013

Málsnúmer 201310016

Björn og Guðlaugur sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð óskar eftir því að fá fyrir næsta bjarráðsfund fjárhagsáætlun frá DHA sem tekur mið af þeim fjárfestingum sem eru til skoðunar, sbr. fundargerð frá 7. október sl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Skólaakstur - skipulag o.fl.

Málsnúmer 201211104

Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar bæjarráðs.

9.Fjárlaganefnd Alþingis/ Viðtalstími um fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 201309167

Lagt fram bréf frá Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar Alþingis, dagsett 26. september 2013, þar sem fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka þeirra er boðið til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2014. Hvatt er til þess að sveitarfélög nýti sér fjarfundafyrirkomulag í því sambandi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort grundvöllur sé fyrir sameiginlegum fundi sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarbæjar, Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps, líkt og gert var árið 2012.

10.Tillaga til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum

Málsnúmer 201309138

Lagður fram tölvupóstur frá Atvinnuveganefnd Alþingis, dagsettur 23. september 2013, með ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum. Umsögum skal skila fyrir 9. október.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að óska eftir 10 daga fresti til að skila umsögn, með það í huga að bæjarstjórn geti afgreitt umsögnina.

11.Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Málsnúmer 201309143

Lagt fram erindi frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dagsett 20. september 2013 með ósk um tilnefningu til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að tilnefna Austurbrú til umræddra nýsköpunarverðlauna.

12.Samþykkt um alifuglahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104

Í vinnslu.

13.Málefni Reiðhallar

Málsnúmer 201309112

Björn og Guðlaugur sátu fundinn undir þessum lið.

Umfjöllun og afgreiðsla að öðru leyti færð í trúnaðarmálabók.

14.Jafnréttisþing 2013

Málsnúmer 201310009

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 2.október 2013, með fundarboði á Jafnréttisþing þann 1.nóvember 2013.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar í sveitarfélaginu.

15.Landsbyggðin lifi/styrkbeiðni

Málsnúmer 201310018

Lagt fram bréf frá samtökunum Landsbyggðin lifi, dagsett 2.október 2013, undirritað af Sigríði Svavarsdóttur, gjaldkera, með beiðni um styrk til að sinna grunnstarfsemi samtakanna.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Fundi slitið.