Lagt fram bréf frá Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar Alþingis, dagsett 26. september 2013, þar sem fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka þeirra er boðið til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2014. Hvatt er til þess að sveitarfélög nýti sér fjarfundafyrirkomulag í því sambandi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort grundvöllur sé fyrir sameiginlegum fundi sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarbæjar, Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps, líkt og gert var árið 2012.
Lagt fram bréf frá Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar Alþingis, dagsett 26. september 2013, þar sem fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka þeirra er boðið til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2014. Hvatt er til þess að sveitarfélög nýti sér fjarfundafyrirkomulag í því sambandi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn bæjarstjóra að kanna hvort grundvöllur sé fyrir sameiginlegum fundi sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarbæjar, Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps með fjárlaganefnd Alþingis, líkt og gert var árið 2012.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort grundvöllur sé fyrir sameiginlegum fundi sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarbæjar, Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps, líkt og gert var árið 2012.