Lagður fram tölvupóstur frá Atvinnuveganefnd Alþingis, dagsettur 23. september 2013, með ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum. Umsögum skal skila fyrir 9. október.
Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að óska eftir 10 daga fresti til að skila umsögn, með það í huga að bæjarstjórn geti afgreitt umsögnina.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn vísar til bókunar bæjarráðs frá 14. desember 2011, sem gerð var í tilefni af tillögum frá starfshópi sjávarútvegsráðherra um auðlindarentu. Í þeirri bókun segir meðal annars:
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs tekur undir það meginsjónarmið að auðlindarenta renni til nærsamfélagsins þar sem auðlindir er að finna. Þannig renni veiðigjald til sjávarbyggða þar sem verðmætasköpunin á sér stað, á sama hátt og bæjarráð telur eðlilegt að auðlindagjöld t.d. í tengslum við virkjanir renni til þeirra sveitarfélaga þar sem orkan er tekin.
Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að óska eftir 10 daga fresti til að skila umsögn, með það í huga að bæjarstjórn geti afgreitt umsögnina.