Skapandi greinar á Héraði

Málsnúmer 201310017

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 93. fundur - 07.10.2013

Á fundinn undir þessum lið mætti Signý Ormarsdóttir menningarfulltrúi og gerði grein fyrir stöðu skapandi greina á Austurlandi.

Umræður urðu í framhaldinu m.a. um hlutverk Húss handanna og samspil þess við upplýsingamiðstöð ferðamála ofl.

Atvinnumálanefnd felur formanni og starfsmanni að leggja fram áætlun fyrir næsta fund nefndarinnar um hvernig hægt sé að stuðla að því að austfirsk hönnun og vörur séu sýnileg og aðgengileg í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 94. fundur - 11.11.2013

Málið var áður á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar.

Atvinnumálanefnd tekur undir ályktun 18.11 frá aðalfundi SSA 2013 um að Austurbrú styðji við verkefnið Make by þorpið og tryggi áframhald á því mikilvæga starfi sem þar hefur verið unnið. Nefndin vekur athygli á mikilvægi skapandi greina til atvinnuþróunar á flestum sviðum og að á Héraði er hátt hlutfall ungs fólks sem menntar sig á þessu sviði. Nefndin bendir einnig á að menningartengd ferðaþjónusta fer mjög vaxandi þar sem vöruþróun á grunni skapandi greina gegnir mikilvægu hlutverki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 13.11.2013

Að tillögu atvinnumálanefndar tekur bæjarráð undir ályktun 18.11 frá aðalfundi SSA 2013 um að Austurbrú styðji við verkefnið Make by þorpið og tryggi áframhald á því mikilvæga starfi sem þar hefur verið unnið. Vakin er athygli á mikilvægi skapandi greina til atvinnuþróunar á flestum sviðum og að á Héraði er hátt hlutfall ungs fólks sem menntar sig á þessu sviði. Bæjarráð bendir einnig á að menningartengd ferðaþjónusta fer mjög vaxandi þar sem vöruþróun á grunni skapandi greina gegnir mikilvægu hlutverki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.