Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs

93. fundur 07. október 2013 kl. 16:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi
  • Kristín Björnsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Ferðamálaþing 2013

Málsnúmer 201309170Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi gerði grein fyrir áherslum sem fram komu Ferðamálaþingi sem hann sat í vikunni sem leið.

Nefndin vekur athygli á því að áherslur Ferðamálaþingsins falla vel að verkefninu Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað sem nú er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skapandi greinar á Héraði

Málsnúmer 201310017Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Signý Ormarsdóttir menningarfulltrúi og gerði grein fyrir stöðu skapandi greina á Austurlandi.

Umræður urðu í framhaldinu m.a. um hlutverk Húss handanna og samspil þess við upplýsingamiðstöð ferðamála ofl.

Atvinnumálanefnd felur formanni og starfsmanni að leggja fram áætlun fyrir næsta fund nefndarinnar um hvernig hægt sé að stuðla að því að austfirsk hönnun og vörur séu sýnileg og aðgengileg í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar 30. september 2013, var eftirfarandi bókað: "Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að nýta uppsagnarákvæði í núgildandi samningi um rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum. Bæjarstjóra falið að ganga frá uppsögninni."

Atvinnumálanefnd felur formanni og starfsmanni að leggja fyrir næsta fund nefndarinnar tillögur um næstu skref í málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Meet the locals, þátttaka í verkefni

Málsnúmer 201309159Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 25. september 2013, frá Díönu Mjöll Sveinsdóttur, f.h. Tanna travel, með beiðni um áframhaldandi þátttöku í verkefninu Meet the locals.

Atvinnumálanefnd samþykkir að vera þátttakand í verkefninu Meet the locals með kr. 30.000 framlagi sem takist af lið 13.69 á árinu 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Starfsáætlun atvinnumálanefndar fyrir 2014

Málsnúmer 201309073Vakta málsnúmer

Formanni og starfsmanni falið að leggja drög að starfsáætlun nefndarinnar á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.