Kindur í Kverkfjöllum

Málsnúmer 201310054

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 23.10.2013

Lagt fram erindi, dags. 14. október 2013 frá Sigvalda H. Ragnarssyni fjallskilastjóra Jökuldals norðan Jökulsár, varðandi fjallskil í óbyggðum utan upprekstarsvæða. Um er að ræða kindur sam sáust í Krepputungu.
Fram kom hjá bæjarstjóra að björgunarsveitarmenn á Jökuldal fóru og sóttu umræddar kindur og hefur þeim nú verið komið til byggða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð telur sveitarfélaginu skilt að bera kostnað af leitinni sbr. 55. gr. laga nr. 6/1986. Kostnaður verði tekinn af lið 13-21. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að semja um greiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.