Samkomulag varðandi Tjarnarás 9

Málsnúmer 201411099

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 275. fundur - 24.11.2014

Lagt fram samkomulag milli Fljótsdalshéraðs og Íslenska Gámafélagsins, dags. 18. nóv. 2014, um húsnæði að Tjarnarási 9 Egilsstöðum. Þar afsalar Gámafélagið sér afnotarétti af húsnæðinu frá og með næstu áramótum.

Bæjarráð staðfestir samkomulagið.