Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga

Málsnúmer 201411094

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 275. fundur - 24.11.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 17. nóv. 2014, með umsagnarbeini við lagafrumvarp um tekjustofna sveitarfélaga, afnám lágmarksútsvars.

Bæjarráð leggst gegn frumvarpinu og telur að skoða þurfi fleiri þætti sem tengjast tekjustofnum sveitarfélaga, eigi að ráðast í jafn veigamiklar breytingar og lagt er til í frumvarpinu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 17. nóv. 2014, með umsagnarbeiðni við lagafrumvarp um tekjustofna sveitarfélaga, afnám lágmarksútsvars.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggst gegn frumvarpinu og telur að skoða þurfi fleiri þætti sem tengjast tekjustofnum sveitarfélaga, eigi að ráðast í jafn veigamiklar breytingar og lagt er til í frumvarpinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.