Skólaakstur 2014-2015

Málsnúmer 201408018

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 204. fundur - 26.08.2014

Tvö hliðstæð erindi lágu fyrir fundinum þar sem leitað er eftir skólaakstri fyrir nemendur með búsetu í skólahverfi Egilsstaðaskóla/Hallormsstaðaskóla sem stunda nám í Fellaskóla. Málið rætt - endanlegri afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 205. fundur - 09.09.2014

Farið yfir fyrirliggjandi beiðnir um skólaakstur úr Skriðdal og Eiðaþinghá í Fellaskóla. Vegna sérstakra aðstæðna á nýbyrjuðu skólaári samþykkir fræðslunefnd að verða við fyrirliggjandi beiðnum þó þannig að foreldrar greiði almenningssamgöngugjald milli Egilsstaða og Fellabæjar. Ákvörðun þessi verði endurskoðuð fyrir lok skólaársins. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 203. fundur - 17.09.2014

Á fundi fræðslunefndar var farið yfir fyrirliggjandi beiðnir um skólaakstur úr Skriðdal og Eiðaþinghá í Fellaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn felur fræðslufulltrúa að reikna út kostnað við þær útfærslur á skólaakstri sem ræddar voru á fundi fræðslunefndar og leggja fyrir bæjarráð. Málinu að öðru leyti vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 275. fundur - 24.11.2014

Vísað er til óska sem borist hafa frá foreldum í Skriðdal og á Eiðum um skólaakstur í Fellaskóla og afgreiðslu fræðslunefndar á málinu.

Bæjarráð samþykkir að fela fræðslufulltrúa að ganga frá málinu og koma því til framkvæmda.