Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

204. fundur 26. ágúst 2014 kl. 17:00 - 18:20 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Ingvarsdóttir
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Sigfús Guttormsson og Þorvaldur Hjarðar sátu fundinn. Auk þess mættu skólastjórnendur undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra skóla sérsaklega.

1.Egilsstaðaskóli - sjálfsmatsskýrsla vor 2014

Málsnúmer 201408081

Ruth Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti sjálfsmatsskýrslu skólans frá vorinu 2014.

2.Egilsstaðaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201408083

Afgreiðslu frestað.

3.Skólaakstur 2014-2015

Málsnúmer 201408018

Tvö hliðstæð erindi lágu fyrir fundinum þar sem leitað er eftir skólaakstri fyrir nemendur með búsetu í skólahverfi Egilsstaðaskóla/Hallormsstaðaskóla sem stunda nám í Fellaskóla. Málið rætt - endanlegri afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:20.