Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína.

Málsnúmer 201411073

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 274. fundur - 17.11.2014

Lagður fram tölvupóstur, dags. 12. nóv. 2014, frá atvinnuveganefnd Alþingis með umsagnarbeiðni vegna tillögu til þingsályktunar um lagningu raflína.

Bæjarráð samþykkir að fresta umsögn til næsta fundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 275. fundur - 24.11.2014

Málinu var frestað á 274. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þingsályktunartillöguna.

Bæjarráð boðar til fundar fulltrúa bæjarstjórnar með landeigendum á Efra-Jökuldal vegna fyrirhugaðrar lagningar Kröflulínu 3, á Skjöldólfsstöðum fimmtudaginn 4. desember kl. 17:00.
Bæjarstjóra falið að boða fundinn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 208. fundur - 03.12.2014

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

Bæjarstjórn boðar til fundar með landeigendum á Efra- Jökuldal vegna fyrirhugaðrar lagningar Kröflulínu 3, á Skjöldólfsstöðum fimmtudaginn 4. desember kl. 17.00. Bæjarstjóra falið að boða fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.