Reglur um niðurgreiðslu vegna þátttöku í líkamsrækt fyrir starfsmenn Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201411014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 273. fundur - 10.11.2014

Lagðar fram endurskoðaðar reglur um niðurgreiðslu vegna þátttöku starfsmanna Fljótsdalshéraðs í líkamsrækt. Búið er að setja inn í skjalið tölur sem gilda eiga frá 1. janúar 2015.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi breytingar á reglunum verði samþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 274. fundur - 17.11.2014

Lögð fram drög að reglum um niðurgreiðslu þátttöku í líkamsrækt fyrir starfsmenn Fljótsdalshéraðs. Reglurnar voru til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs, en hafa verið skýrðar frekar síðan þá. Einnig fylgir nú minnisblað um hvernig endurgreiðslu verður háttað til þeirra starfsmanna sem kjósa að stunda líkamsrækt sína hjá viðurkenndum líkamsræktarstöðvum í stað íþróttamiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi reglur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.