Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

291. fundur 13. apríl 2015 kl. 09:00 - 12:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Ársreikningur 2014

Málsnúmer 201501238Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar 1. apríl sl. var ársreikningi Fljótsdalshéraðs 2014 vísað til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2014, ásamt fylgigögnum, til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur fjármálatengd mál með bæjarráði.

Rætt um útboð á tryggingum sveitarfélagsins, sem eru í vinnslu. Bæjarráð samþykkir að útboðsferli og samningur við tryggingarfélag verði lokið fyrir lok októbermánaðar og að nýtt tryggingartímabil miðist við 1. janúar 2016.

Fram kom að hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs, með undirbúningi og framsetningu rammaáætlunar.

3.Fundargerð 827. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201504017Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir Ársala bs. 2015

Málsnúmer 201501268Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Aðalfundur Lánasjóðs Sveitarfélaga ohf. 2015

Málsnúmer 201503168Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2014. sem boðaður er föstudaginn 17. apríl 2014 kl. 15:30 í Salnum í Kópavogi.

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

6.Samstarfsverkefni sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201504027Vakta málsnúmer

Farið yfir upplýsingar um samstarfsverkefni, en SSA hefur verið að taka þær saman fyrir Samband Ísl. sveitarfélaga.

7.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127Vakta málsnúmer

Farið yfir fund sem bæjarráð og starfsmenn áttu sl. miðvikudag með fulltrúum frá Póst- og fjarskiptastofnum og fulltrúum þingmanna í starfshópi um ljósleiðaravæðingu Íslands. Einnig sóttu þann fund nokkrir fulltrúar nágrannasveitarfélaga og SSA.

Bæjarráð samþykkir að kláruð verði undirbúningsvinna vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli sveitarfélagsins sem nauðsynleg er, þegar fyrir liggur hvernig staðið verður að framlögum ríkisins til verkefninsins.
Bæjarráð bindur vonir við að á grundvelli tillagna starfshóps innanríkisráðherra, verði samþykkt að veita fjármunum til verkefninins frá og með árinu 2016.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Hadd Áslaugsson, Stefán Bragason og Ómar Þröst Björgólfsson í starfshóp til að ljúka þeirri undirbúningsvinnu sem hafin er og að framan greinir.

Bæjarstjóra og formanni bæjarráðs falið að kanna möguleika á útfærslu tímabundinna lausna á fjarskiptasambandi í dreifbýlinu, fyrir næsta fund bæjarráðs.
Kl. 11:00. fundaði bæjarráð með fulltrúum HSA.

Kl. 12:00 mætti Guðröður Hákonarson til fundar með bæjarráði og kynnti fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags væntanleg kaup á Eiðastað af Stóruþinghá efh. Í núverandi kaupsamningi milli Fljótsdalshéraðs og Eiða ehf, hefur Fljótsdalshérað forkaupsrétt að eigninni. Guðröður lagði fram erindi þess efnis að sveitarfélagið félli frá forkaupsrétti sveitarfélagsins og kynnti kauptilboð félagsins í eignirnar.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti sínum að þeim eignum sem samningurinn nær yfir.

Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að yfirfara ýmis gögn varðandi málið og kalla eftir viðbótarupplýsingum ef þurfa þykir.

Fundi slitið - kl. 12:45.