Samstarfsverkefni sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201504027

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 291. fundur - 13.04.2015

Farið yfir upplýsingar um samstarfsverkefni, en SSA hefur verið að taka þær saman fyrir Samband Ísl. sveitarfélaga.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 394. fundur - 21.08.2017

Á fundinum urðu almennar umræður um samstarfs- og sameiningarmál á Austurlandi.



Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 402. fundur - 16.10.2017

Bæjarráð samþykkir að skipa Gunnar Jónsson, sem fulltrúa sinn í starfshóp til að ræða framtíðarþróun samstarfsverkefna sveitarfélaga á starfssvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 405. fundur - 06.11.2017

Farið yfir umræðuefni fyrir fund um samstarfsmál sem haldinn verður með fulltrúum annarra sveitarfélaga á þjónustusvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs síðar í dag.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 406. fundur - 13.11.2017

Gunnar Jónsson sagði frá fundi sem haldinn var nýlega um málið og sýn fulltrúa sveitarfélaganna á mál sem þar komu fram.
Málinu vísað til næsta fundar bæjarráðs til frekari umræðu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 407. fundur - 20.11.2017

Rætt um áherslur fyrir væntanlegan fund 28. nóvember nk. Málið verður áfram á dagskrá næsta bæjarráðsfundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 408. fundur - 27.11.2017

Farið yfir þau verkefni sem hafa verið til skoðunar sem möguleg samstarfsverkefni.
M.a. kom Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri á fundinn til að kynna bæjarráði hugmyndir um sænska módelið svokallaða. Það gengur út á að fagaðilar vinni saman sem teymi út í skólunum og beiti frekari forvörnum en gert hefur verið til þessa. Með því móti er oft hægt að grípa fyrr inn í málin og leysa úr vandanum áður en hann verður mikill, börnum fjölskyldum þeirra og samfélaginu til hagsbóta.