Bæjarráð samþykkir að skipa Gunnar Jónsson, sem fulltrúa sinn í starfshóp til að ræða framtíðarþróun samstarfsverkefna sveitarfélaga á starfssvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
Farið yfir umræðuefni fyrir fund um samstarfsmál sem haldinn verður með fulltrúum annarra sveitarfélaga á þjónustusvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs síðar í dag.
Gunnar Jónsson sagði frá fundi sem haldinn var nýlega um málið og sýn fulltrúa sveitarfélaganna á mál sem þar komu fram. Málinu vísað til næsta fundar bæjarráðs til frekari umræðu.
Farið yfir þau verkefni sem hafa verið til skoðunar sem möguleg samstarfsverkefni. M.a. kom Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri á fundinn til að kynna bæjarráði hugmyndir um sænska módelið svokallaða. Það gengur út á að fagaðilar vinni saman sem teymi út í skólunum og beiti frekari forvörnum en gert hefur verið til þessa. Með því móti er oft hægt að grípa fyrr inn í málin og leysa úr vandanum áður en hann verður mikill, börnum fjölskyldum þeirra og samfélaginu til hagsbóta.