Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

394. fundur 21. ágúst 2017 kl. 09:00 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer 1. varamaður
  • Árni Kristinsson 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson kynnti bréf frá Sambandi sveitarfélaga varðandi hækkun á kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna reksturs kjarasviðs Sambandsins.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umræddar breytingar.

2.Snjótroðari

Málsnúmer 201708031

Björn Ingimarsson kynnti drög að viðauka við samstarfssamning um rekstur skíðasvæðisins í Stafdal og kaup á notuðum snjótroðara.

Bæjarráð samþykkir samningsdrögin og heimilar bæjarstjóra að vinna málið áfram á þessum nótum.

3.Málþing um þátttökulýðræði í sveitarfélögum

Málsnúmer 201708070

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti málið, en hann mun sækja málþingið fyrir hönd sveitarfélagsins og flytja þar framsögu.
Farið var yfir efni málþingsins og upplýsingar um stöðu mála hjá Fljótsdalshéraði sem Björn mun kynna þar.

4.Samstarfsverkefni sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201504027

Á fundinum urðu almennar umræður um samstarfs- og sameiningarmál á Austurlandi.



Samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra kom til fundar með bæjarráði kl. 11:30.

Fundi slitið - kl. 10:30.