Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

408. fundur 27. nóvember 2017 kl. 09:00 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Gunnar Jónsson var í sambandi við fundinn í gegn um síma, þar sem hann var staddur í Reykjavík.

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003

Rædd staða mála varðandi háskólasetur á Austurlandi.

2.232. fundargerð stjórnar HEF ehf

Málsnúmer 201711087

Vegna fréttar í 10 fréttum RUV 21. nóv. sl., þar sem fram kom að engin skólphreinsun færi fram á Egilsstöðum, vill bæjarráð árétta að sú frétt er ekki sannleikanum samkvæmt þar sem skólphreinsun er til staðar fyrir þéttbýlið á Fljótsdalshéraði og hefur verið um árabil.

3.Fundargerð 3. fundar stjórnar SSA 13.nóvember 2017.

Málsnúmer 201711084

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Almenningssamgöngur á Austurlandi

Málsnúmer 201606016

Ekki hefur tekist að halda fund með fulltrúum sveitarfélaganna og af þeim sökum er liðnum frestað.

5.Samstarfsverkefni sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201504027

Farið yfir þau verkefni sem hafa verið til skoðunar sem möguleg samstarfsverkefni.
M.a. kom Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri á fundinn til að kynna bæjarráði hugmyndir um sænska módelið svokallaða. Það gengur út á að fagaðilar vinni saman sem teymi út í skólunum og beiti frekari forvörnum en gert hefur verið til þessa. Með því móti er oft hægt að grípa fyrr inn í málin og leysa úr vandanum áður en hann verður mikill, börnum fjölskyldum þeirra og samfélaginu til hagsbóta.

6.Uppbygging vindorku innan Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201706031

Fyrir liggur erindi frá Katli Sigurjónssyni, varðandi mögulega nýtingu vindorku á Fljótsdalshéraði.

Bæjarráð samþykkir að þiggja boð um nánari kynningu um verkefni og hugsanlega samstarfsaðila.

7.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nýjustu drög að samningum við Arctic Hydro ehf. varðandi rannsóknar- og virkjunarleyfi á vatnasvæði Geitdalsár.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að vinna drögin áfram í samráði við þær athugasemdir sem lögmaður sveitarfélagsins hefur sett fram og ræddar voru á fundinum.

8.uppsögn á leiguhúsnæði

Málsnúmer 201711089

Lagt fram uppsagnarbréf á leiguhúsnæði að Miðvangi 31, sem Fóðurblandan hf. hefur verið með á leigu.

Bæjarráð móttekur erindið, en að öðru leyti er það lagt fram til kynningar á þessu stigi.

Fundi slitið - kl. 10:30.