Vegna fréttar í 10 fréttum RUV 21. nóv. sl., þar sem fram kom að engin skólphreinsun færi fram á Egilsstöðum, vill bæjarráð árétta að sú frétt er ekki sannleikanum samkvæmt þar sem skólphreinsun er til staðar fyrir þéttbýlið á Fljótsdalshéraði og hefur verið um árabil.
Farið yfir þau verkefni sem hafa verið til skoðunar sem möguleg samstarfsverkefni. M.a. kom Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri á fundinn til að kynna bæjarráði hugmyndir um sænska módelið svokallaða. Það gengur út á að fagaðilar vinni saman sem teymi út í skólunum og beiti frekari forvörnum en gert hefur verið til þessa. Með því móti er oft hægt að grípa fyrr inn í málin og leysa úr vandanum áður en hann verður mikill, börnum fjölskyldum þeirra og samfélaginu til hagsbóta.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nýjustu drög að samningum við Arctic Hydro ehf. varðandi rannsóknar- og virkjunarleyfi á vatnasvæði Geitdalsár. Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að vinna drögin áfram í samráði við þær athugasemdir sem lögmaður sveitarfélagsins hefur sett fram og ræddar voru á fundinum.