Björn Ingimarsson bæjarstjóri sagði frá fundi í félaginu GáF, sem haldinn var sl. föstudag og greindi frá hugmyndum að uppgjöri félagsins.
Bæjarráð samþykkir þau drög að uppgjöri sem kynnt voru að því gefnu að önnur aðildarsveitarfélög geri slíkt hið sama. Jafnframt ef bæjarstjóra veitt umboð til að fara með atkvæði Fljótsdalshéraðs á hluthafafundi GáF, sem boðaður hefur verið 11. mars nk. Fjármálastjóra falið að vinna viðauka við fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs, þegar niðurstaða hluthafafundar liggur fyrir.
Tillagan samþykkt með 2 atkv. en 1 sat hjá (G.S.)
Bæjarstjóri fór yfir fyrri bókun úr fundargerð Ársala bs. um lántöku byggðasamlagsins sem tekin var fyrir í bæjarstjórn 15. des. 2014, en óskað hefur verið eftir skýrari bókun frá sveitarfélaginu til staðfestingar á lántökunni.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti lántöku byggðasamlagsins Ársala hjá Arionbanka að fjárhæð kr. 175 milljónir. Lánið er tryggt með veði í hluta eigna félagsins. Sveitarfélagið ber ábyrgð á skuldum byggðasamlagsins í samræmi við 8 mgr. 94. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Farið yfir hugmyndir um endurnýjun á vefnum fljotsdalsherad.is.
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að láta vinna málið áfram á þeim forsendum sem ræddar voru og á grundvelli þess fjármagns sem áætlað var til verksins við gerð fjárhagsáætlunar 2015.
Lagt fram boð til bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs á vinabæjamót í Skara 5. - 7. júní nk. Þar kemur fram að Skara sér um uppihald fyrir 4 pör frá hverjum vinabæ, en heimilt er hverju sveitarfélagi að senda fleiri á sinn kostnað.
Bæjarráð samþykkir að vísa því til næsta fundar bæjarráðs að tilnefna fulltrúa sína á vinabæjamótið.
Lagt fram til kynningar fundarboð 29. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 2015, ásamt skrá um kjörna Landsþingsfulltrúa 2014-2018. Landsþingið verður að þessu sinni haldið í Salnum í Kópavogi 17. apríl.
Bæjarstjóri sagði frá fundum starfshóps um málið og fór yfir stöðu samninga.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að ganga frá þjónustusamningum við Fljótsdalshrepp um leik- grunn- og tónlistarskóla, á þeim grunni sem kynnt var á fundinum.
Í lok fundar mætti bæjarráð Seyðisfjarðar til fundar við bæjarráðið og var farið yfir ýmis sameiginleg mál.
Bæjarráð samþykkir þau drög að uppgjöri sem kynnt voru að því gefnu að önnur aðildarsveitarfélög geri slíkt hið sama. Jafnframt ef bæjarstjóra veitt umboð til að fara með atkvæði Fljótsdalshéraðs á hluthafafundi GáF, sem boðaður hefur verið 11. mars nk. Fjármálastjóra falið að vinna viðauka við fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs, þegar niðurstaða hluthafafundar liggur fyrir.
Tillagan samþykkt með 2 atkv. en 1 sat hjá (G.S.)
Bæjarstjóri fór yfir fyrri bókun úr fundargerð Ársala bs. um lántöku byggðasamlagsins sem tekin var fyrir í bæjarstjórn 15. des. 2014, en óskað hefur verið eftir skýrari bókun frá sveitarfélaginu til staðfestingar á lántökunni.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti lántöku byggðasamlagsins Ársala hjá Arionbanka að fjárhæð kr. 175 milljónir.
Lánið er tryggt með veði í hluta eigna félagsins. Sveitarfélagið ber ábyrgð á skuldum byggðasamlagsins í samræmi við 8 mgr. 94. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.