Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

338. fundur 18. apríl 2016 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Þórður Mar Þorsteinsson 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Björn Ingimarsson bæjarstjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór m.a. yfir staðgreiðsluskil ársins og bar saman við fjárhagsáætlun.

Fram kom að arðgreiðsla Fljótsdalshéraðs frá Lánasjóði sveitarfélaga árið 2016 var kr 8.300.010, fyrir fjármagnstekjuskatt, sem er heldur umfram fjárhagsáætlun ársins.

2.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201504075Vakta málsnúmer

Guðlaugur fór yfir drög að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016, sem hann hefur verið að taka saman, sbr. fyrri bókanir úr bæjarráði og bæjarstjórn.
Viðaukar verða lagir fyrir næsta fund bæjarráðs.

3.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089Vakta málsnúmer

Guðlaugur kynnti ýmis vinnugögn sín vegna undirbúningsvinnu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2017 og svo þriggja ára áætlunar 2018 - 2020.
Hann mun áfram vinna að gerð rammaáætlunar og leggja hana fyrir bæjarráð, áður en rammanum verður vísað út til stofnanna og nefnda til vinnslu.

4.Fundargerð 205.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201604086Vakta málsnúmer

Vegna liðar 1 a í fundargerðinni, breyting á 9. gr. í samþykktum um fráveitur í þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að vísa breytingunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn, þar sem málið verður sett upp sem sérstakur dagskrárliður.

5.Hólshjáleiga.

Málsnúmer 201604003Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera drög að kaupsamningi um íbúðarhúsið í Hólshjáleigu, ásamt sambyggðu útihúsi, og viðauka við gildandi leigusamning við þriðja aðila, vegna þess hluta húsnæðisins sem í dag er í útleigu.
Jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að gera drög að lóðaleigusamningi.

6.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127Vakta málsnúmer

Kynnt ýmis gögn og drög að samningum td. við Fjarskiptasjóð, vegna fyrirhugaðrar lagningu ljósleiðara á þessu ári frá Lagarfossvirkjun og að Brúarási og tengingu nokkurra bæja á þeirri leið.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita samninga þar að lútandi. Staðfestir samningar verða kynntir bæjarráði þegar þeir liggja fyrir.

7.Ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar 2016

Málsnúmer 201604082Vakta málsnúmer

Lögð fram fundarboð vegna ársfundar Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar á Austurlandi, sem boðaður hefur verið í Valaskjálf 3. maí nk. kl. 14:00 til 18:00.
Klukkan 11:00 mætu Sverrir Már og Hjördís Þóra frá Afli til fundar við bæjarráð.

Fundi slitið - kl. 11:00.