Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

262. fundur 18. ágúst 2014 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að bæta við einu máli á dagskrá, sem er málefni Landbótasjóðs.

1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002Vakta málsnúmer

Nokkrir liðir ræddir, en án frekari bókana.

2.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038Vakta málsnúmer

Skoðuð áætlun um vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2015 og þriggja ára áætlunar, en líkt og á síðasta ári liggja nú fyrir frumáætlanir frá starfsmönnum stofnunum og nefndum. Verkefni haustsins verður svo að leggja lokahönd á þær áætlanir.

Bæjarráð samþykkir framlagða verkáætlun.

3.Aðalfundur SSA 2014

Málsnúmer 201408047Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Ólafi Áka Ragnarssyni, dags. 11. ágúst 2014 með upplýsingum vegna aðalfundar SSA sem haldinn verður á Vopnafirði dagana 19. og 20. september nk. Þar er óskað eftir ábendingum/tillögum að efni/ályktunum til að leggja fyrir nefndir fundarins.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir ábendingum frá nefndum sveitarfélagsins um málefni sem æskilegt væri að aðalfundur SSA taki afstöðu til.
Tillögur nefndanna verða svo teknar saman af bæjarráði 1. september nk. og þeim komið á framfæri við stjórn SSA.

4.Menningarverðlaun SSA 2014

Málsnúmer 201408046Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Ólafi Áka Ragnarssyni, dags. 11.ágúst 2014 varðandi tilnefningar til árlegra veitingar menningarverðlauna SSA.

Bæjarráð felur atvinnu- og menningarmálanefnd að senda tilnefningar fyrir hönd sveitarfélagsins.

5.Húsnæði undir safngripi.

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Farið yfir þá kosti sem nefndir hafa verið sem mögulegt geymsluhúsnæði fyrir gripi minjasafnsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að því að minjasafnið fái geymsluhúsnæði fyrir muni sína sem leyst gæti vanda safnsins í þeim efnum.

6.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127Vakta málsnúmer

Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir um stöðu málsins.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma á fundi með fulltrúum þeirra opinberu stofnanna sem málið varðar og þeim aðilum heimafyrir sem hafa sýnt verkefninu áhuga.

7.Stjórnskipulag Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201008016Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir stjórnskipulag sveitarfélagsins og hugmyndir að breytingum á því í upphafi nýs kjörtímabils.
Að lokinni yfirferð og umræðu um málið var bæjarstjóra falið að vinna áfram með tillögur sínar og leggja þær síðan fyrir bæjarráð.

8.Fljótsdalshreppur. Samstarfssamningur sem tekur til starfsemi Hallormsstaðaskóla

Málsnúmer 201002066Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viðauka við samtarfssamning um starsemi Hallormsstaðaskóla frá 1. jan. 2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir samninginn með áorðnum breytingum fh. Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201408045Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, dags. 11. ágúst 2014 með hvatningu til bæjar- og sveitarfélaga, stofnana, skóla og safna til að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á árinu 2015.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

10.Kringilsárrani, verndar- og stjórnunaráætlun

Málsnúmer 201407049Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Hildi Vésteinsdóttur, dags. 12.ágúst 2014 varðandi tilnefningu fulltrúa Fljótsdalshéraðs í samstarfsnefnd um verndar- og stjórnunaráætlun Kringilsárrana.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Ruth Magnúsdóttur sem fulltrúa sinn í samstarfsnefnd um gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir friðlandið Kringilsárrana.

11.Stjórnarferð Rarik um Austurland 2014

Málsnúmer 201408048Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Tryggva Þór Haraldssyni, dags. 13.ágúst 2014 varðandi væntanlega fundarferð stjórnar Rarik um Austurland dagana 28-29. ágúst n.k.

Þar óskar stjórn RARIK eftir því að hitta fulltrúa sveitarfélagsins á fundi sem haldinn verður á Egilsstöðum 28. ágúst nk.

Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa sveitarfélagsins á fundin og mun undirbúa málið betur á næsta fundi sínum.

12.Málefni landbótasjóðs

Málsnúmer 201408066Vakta málsnúmer

Gunnar fór yfir kynnisferð sem Landbótasjóður bauð til í síðustu viku þar sem farið var yfir starfssvæði sjóðsins. Ferðin var bæði upplýsandi og gagnleg, en þar var einnig afhentur formlega starfstyrkur Alcoa foundation til áframhaldandi landgræðslu á svæðinu.

Bæjarráð fagnar þeim árangri sem sýnilegur er af starfi sjóðsins og jafnframt þeim styrk sem Alcoa veitir verkefninu til næstu þriggja ára.
Í lok fundar mættu Lárus Bjarnason sýslumaður og Jón Halldór Guðmundsson skrifstofustjóri frá sýsluskrifstofunni á Seyðisfirði til að fara yfir nýja skipan mála í málefnum umdæma sýslumanna og lögreglustjóra.

Fundi slitið.