Fljótsdalshreppur. Samstarfssamningur sem tekur til starfsemi Hallormsstaðaskóla

Málsnúmer 201002066

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 262. fundur - 18.08.2014

Lögð fram drög að viðauka við samtarfssamning um starsemi Hallormsstaðaskóla frá 1. jan. 2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir samninginn með áorðnum breytingum fh. Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 265. fundur - 08.09.2014

Lögð fram drög að viðauka við samstarfssamning um starfsemi Hallormsstaðaskóla, með athugasemdum sem komið hafa frá Fljótsdalshreppi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð óskar eftir því að fræðslufulltrúi, í samráði við fjármálastjóra og oddvita Fljótsdalshrepp, vinni fylgiskjal við samninginn þar sem nánar verður tekið á kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna.
Bæjarráð samþykkir drögin með framkomnum athugasemdum, eins og þau liggja nú fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 203. fundur - 17.09.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs óskar bæjarstjórn eftir því að fræðslufulltrúi, í samráði við fjármálastjóra og oddvita Fljótsdalshrepps, vinni fylgiskjal við samninginn þar sem nánar verður tekið á kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna.
Bæjarstjórn samþykkir drögin með framkomnum athugasemdum, eins og þau liggja nú fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.