Kringilsárrani, verndar- og stjórnunaráætlun

Málsnúmer 201407049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 262. fundur - 18.08.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Hildi Vésteinsdóttur, dags. 12.ágúst 2014 varðandi tilnefningu fulltrúa Fljótsdalshéraðs í samstarfsnefnd um verndar- og stjórnunaráætlun Kringilsárrana.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Ruth Magnúsdóttur sem fulltrúa sinn í samstarfsnefnd um gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir friðlandið Kringilsárrana.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54. fundur - 14.09.2016

Lögð er fram til kynningar skýrslan: Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Kringilsárrana, Norður Múlasýslu, verk- og tímaáætlun.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir því að hún verði upplýst um framgang málsins, að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.