Húsnæði undir safngripi.

Málsnúmer 201407032

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 259. fundur - 07.07.2014

Lagt fram minnisblað varðandi munageymslu fyrir Minjasafn Austurlands unnið af Óðni Gunnari Óðinssyni 2. júlí 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð felur bæjarstjóra og atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa að skoða nánar útfærslu á valkosti 1 og 4 í samráði við forstöðumann Minjasafnsins og þann sem hefur afnotarétt yfir viðkomandi húsnæði. Stefnt verði að því að taka málið aftur fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 262. fundur - 18.08.2014

Farið yfir þá kosti sem nefndir hafa verið sem mögulegt geymsluhúsnæði fyrir gripi minjasafnsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að því að minjasafnið fái geymsluhúsnæði fyrir muni sína sem leyst gæti vanda safnsins í þeim efnum.