Samningur um húsráð vegna sameiginlegs skólahúsnæðis á Hallormsstað.

Málsnúmer 201407016

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 259. fundur - 07.07.2014

Lögð fram drög að samningi um húsráð vegna sameiginlegs skólahúsnæðis Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps á Hallormsstað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkir framlögð drög og felur bæjarstjóra að leita eftir samþykki Fljótsdalshrepps á umræddum drögum. Bæjarstjóra er jafnframt veitt umboð til að undirrita, fyrir hönd Fljótsdalshéraðs, samning á milli aðila er byggir á framlögðum drögum.

Samþykkt með tveimur atkv. en einn sat hjá (P.S.)