Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins.
Skoðuð launakjör bæjarráðs og nefnda, en málinu var vísað til þessa fundar frá síðasta fundi bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir að vísa endurskoðun á launum nefnda til gerðar fjárhagsáætlunar 2015. Greiðslur til varamanna í bæjarráði á mánuði skiptast nú á fjóra fundi í stað tveggja áður, þangað til ný launakjör hafa verið samþykkt.
Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi efnistök á grunnnámskeiði fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum, sem fyrirhugað er að halda síðari hluta október.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa og nefndarfólk til að nýta sér námskeiðið og jafnframt áður boðað námskeið sem haldið verður 12. sept nk. en þar verður meðal annars farið yfir lestur ársreikninga, áætlanagerð og reikningsskil.
Lagt fram erindi frá Skarphéðni Smára Þórhallssyni, dags. 26. ágúst 2014, f.h. stjórnar yngri flokka knattspyrnudeildar Hattar, varðandi gjaldfrjálsar almenningssamgöngur innan þéttbýlisins við Lagarfljót.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015, en í þeirri vinnu verða almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins endurskoðaðar almennt. Samþykkt með 2 atkv. en 1 sat hjá (SBS)
Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun. Það er afstaða fulltrúa B-lista að sú tilraun sem gerð var til gjaldtöku í almenningssamgöngum í þéttbýli hafi leitt í ljós að fjárhagslegur ávinningur vegi ekki upp á móti neikvæðum afleiðingum gjaldtökunnar. B-listinn leggur því til að almenningssamgöngur í þéttbýlinu verði gjaldfrjálsar, eigi síðar en frá áramótum.
Rætt um fundi með nágrannasveitarfélögum sem staðið hefur til að halda. Bæjarráð samþykkir að funda með bæjarráði Seyðisfjarðarkaupstaðar á Egilsstöðum 8. sept. nk. kl. 10:30 eins og tillaga liggur fyrir um. Aðrir fundir eru í skoðun.
Rætt um væntanlegan aðalfund SSA og þau mál sem sveitarfélagið leggur til að verði tekin á dagskrá þar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman þau mál sem komið hafa frá nefndum sveitarfélagsins og leggja fram á næsta bæjarstjórnarfundi.
Lagðar fram frekari upplýsingar frá Sýslumanninum á Seyðisfirði varðandi fyrirkomulag og fjármagn til reksturs embættisins á næsta ári, eins og um var talað á fundi hans með bæjarráði nýlega.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu mála vegna breytinga á embættum sýslumanna og lögreglustjóra á Austurlandi. Ljóst er að þeir fjármunir sem ætlaðir eru nýju embætti Sýslumannsins á Austurlandi duga engan veginn til að halda uppi óbreyttri þjónustu embættisins, hvað þá að bæta hana eins og full þörf er á og Fljótsdalshérað hefur margítrekað bent á í gegnum þetta breytingaferli. Bæjarráð krefst þess að innanríkisráðherra endurskoði ætlað fjármagn til embættisins. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Að loknum bæjarráðsfundi var haldinn símafundur bæjarráðs með Póst- og fjarskiptastofnun og Fjarskiptasjóði og hófst hann kl. 11:00.
Skoðuð launakjör bæjarráðs og nefnda, en málinu var vísað til þessa fundar frá síðasta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að vísa endurskoðun á launum nefnda til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.
Greiðslur til varamanna í bæjarráði á mánuði skiptast nú á fjóra fundi í stað tveggja áður, þangað til ný launakjör hafa verið samþykkt.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.