Almenningssamgöngur 2014

Málsnúmer 201408123

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 264. fundur - 01.09.2014

Lagt fram erindi frá Skarphéðni Smára Þórhallssyni, dags. 26. ágúst 2014, f.h. stjórnar yngri flokka knattspyrnudeildar Hattar, varðandi gjaldfrjálsar almenningssamgöngur innan þéttbýlisins við Lagarfljót.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015, en í þeirri vinnu verða almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins endurskoðaðar almennt.
Samþykkt með 2 atkv. en 1 sat hjá (SBS)

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun.
Það er afstaða fulltrúa B-lista að sú tilraun sem gerð var til gjaldtöku í almenningssamgöngum í þéttbýli hafi leitt í ljós að fjárhagslegur ávinningur vegi ekki upp á móti neikvæðum afleiðingum gjaldtökunnar. B-listinn leggur því til að almenningssamgöngur í þéttbýlinu verði gjaldfrjálsar, eigi síðar en frá áramótum.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 202. fundur - 03.09.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015, en í þeirri vinnu verða almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins almennt til endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.