Málefni tengd eldgosi í Holuhrauni

Málsnúmer 201411036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 273. fundur - 10.11.2014

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma á framfæri við Umhverfisstofnun ósk um að mælum með sjálfvirkum aflestri verði fjölgað á Fljótsdalshéraði t.d. á þeim stöðum þar sem eru sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar fyrir, svo sem á Brú á Jökuldal og Hallormsstað.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að koma á framfæri við Umhverfisstofnun ósk um að mælum með sjálfvirkum aflestri verði fjölgað á Fljótsdalshéraði t.d. á þeim stöðum þar sem eru sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar fyrir, svo sem á Brú á Jökuldal og Hallormsstað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.