Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201311115

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 106. fundur - 27.11.2013

Erindi dagsett 21.11.2013 þar sem Anna Birna Snæþórsdóttir kt.091048-4189 óskar eftir byggingarleyfi á lóðinni Eyvindará lóð 3, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda, en vekur athygli á að þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina, getur komið til þess að færa þurfi húsið þegar svæðið hefur verið deiliskipulagt. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar lóðamál eru komin á hreint og tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 188. fundur - 04.12.2013

Erindi dagsett 21. 11. 2013 þar sem Anna Birna Snæþórsdóttir kt.091048-4189 óskar eftir byggingarleyfi á lóðinni Eyvindará lóð 3, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda, en vekur athygli á að þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina, getur komið til þess að færa þurfi húsið þegar svæðið hefur verið deiliskipulagt. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar lóðamál eru komin á hreint og tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.