Fráveitumál, blágrænar ofanvatnslausnir

Málsnúmer 201311116

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 106. fundur - 27.11.2013

Til umræðu og kynningar eru svokallaðar "blágrænar ofanvatnslausnir", sem snýst um að koma regnvatni frá svæðum án hefðbundinna fráveitulagna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta reglulega fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 107. fundur - 11.12.2013

Til umræðu og kynningar eru svokallaðar "blágrænar ofanvatnslausnir", sem snýst um að koma regnvatni frá svæðum án hefðbundinna fráveitulagna. Málið var áður á dagskrá 27.11.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við hitaveitustjóra Hitaveitu Egilsstaða og Fella um að fá kynningu á málefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.





Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 08.01.2014

Til umræðu og kynningar eru svokallaðar "blágrænar ofanvatnslausnir", sem snýst um að koma regnvatni frá svæðum án hefðbundinna fráveitulagna. Málið var áður á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar 27.11.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með Skipulags- og mannvirkjanefnd og samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við hitaveitustjóra Hitaveitu Egilsstaða og Fella um að fá kynningu á málefninu fyrir nefndina, starfsmenn og aðra þá er málið varðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.