Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

189. fundur 15. janúar 2014 kl. 17:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Gunnar Jónsson aðalmaður
 • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
 • Sigrún Harðardóttir 1. varaforseti
 • Páll Sigvaldason aðalmaður
 • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
 • Árni Kristinsson aðalmaður
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
 • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
 • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 108

Málsnúmer 1401001Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

1.1.Þjónustusamfélagið vinnuhópur - 2

Málsnúmer 1312014Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

1.2.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

Málsnúmer 201301099Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

1.3.Snjómokstur og hálkuvarnir, staða mála

Málsnúmer 201211116Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

1.4.Umsókn um leyfi fyrir rekstri gistihúss

Málsnúmer 201401005Vakta málsnúmer

Erindi dags. 17.12. 2013 þar sem Ívar Ingimarsson kt. 200877-5359 f.h. Óseyrar ehf. kt.430912-0540 sækir um leyfi til að reka gistiheimili að Tjarnarbraut 7, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs heimilar þessa starfsemi, þá samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda
samkvæmt tillögu Skipulags- og mannvirkjanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.5.Kaldá deiliskipulag

Málsnúmer 201312056Vakta málsnúmer

Lögð er fram lýsing vegna áforma um deiliskipulag vegna ferðaþjónustu í landi Kaldár 1, Fljótsdalshéraði, samkvæmt 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram samkvæmt 40.gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.6.Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda

Málsnúmer 201310077Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18.10. 2013 þar sem Ólöf Sigurbjartsdóttir f.h. Héraðs- og Austurlandsskóga óska eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið krefjist umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna skógræktarframkvæmda skv. ákv. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Málið var áður á dagskrá 11.12.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að tilkynna skuli öll áform um skógrækt til nefndarinnar, ásamt upplýsingum um staðsetningu og umfang. Við mat á því hvort framkvæmdin sé framkvæmdaleyfisskyld skal stuðst við 2. og 3. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum og Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs.
Að öðru leyti er vísað í reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Endurbætur á Eiðakirkjugarði.

Málsnúmer 201307044Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

1.8.Umsókn um skilti

Málsnúmer 201401037Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti 11.6.2013 þar sem Björgvin Kristjánsson f.h. Fellabaksturs ehf. óskar eftir leyfi til að setja upp leiðbeiningarmerki eins og lýst er í meðfylgjandi erindi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við að þessi leiðbeiningamerki verði sett upp, þegar samþykki Vegagerðarinnar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.9.Spurningalisti um landnotkun

Málsnúmer 201401013Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 246

Málsnúmer 1312001Vakta málsnúmer

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála vegna jólaleyfis bæjarfulltrúa.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247

Málsnúmer 1312015Vakta málsnúmer

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála vegna jólaleyfis bæjarfulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna liðar 19 í fundargerðinni, Málefni Safnahúss, samþykkir bæjarstjórn að Sigrún Blöndal fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aukaaðalfundi Héraðsskjalasafns Austurlands sem boðaður hefur verið 30. janúar nk. Varamaður hennar verði Björn Ingimarsson bæjarstjóri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.